Dagar Borisar Johnson eru senn taldir í embætti forsætisráðherra Bretlands. Breskir fjölmiðlar telja að hann muni segja af sér í dag embætti formanns Íhaldsflokksins en forsætisráðherraembættinu í haust.
The Telegraph, sem hefur fylgst ákaflega náið með framvindu afsagnar Borisar, segir að nú sé þrýst á hann að segja af sér forsætisráðherraembættinu strax. Boris er ekki á þeim buxunum að hætta strax og reynir nú að setja saman nýja ríkisstjórn eftir að margir ráðherrar í ríkisstjórn hans hafa sagt af sér. Þeirra er á meðal er Nadhim Zahawi sem var innan við tvo sólarhringa í embætti.
Fyrir mánuði síðan, þann 6. júní, varðist Boris vantrausti innan Íhaldsflokksins. Niðurstaðan var hins vegar áfall því vantrauststillagan var aðeins felld með 211 atkvæðum gegn 148.
Á síðustu dögum hefur Boris tapað nær öllum stuðningi sínum meðal ráðherra flokksins.
Boris mun halda blaðamannafund síðar í dag.