Markaðsaðilar eiga flestir von á að Seðlabanki Bandaríkjanna haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum í 5,25-5,5% þegar hann tilkynnir um vaxtaákvörðun sína á miðvikudaginn. Búist er þó við að peningastefnunefnd bankans gæti hafið vaxtalækkunarferli strax í september.

Í umfjöllun Financial Times segir að útlit sé fyrir að vaxtaákvörðunin sjálf verði fremur tíðindalítil. Markaðurinn mun hins vegar fylgjast grannt með merkjum um hvenær nefndin gæti byrjað að lækka vexti.

Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 3,0% í júní og er enn nokkuð yfir 2% verðbólgumarkmiði seðlabankans. Merki eru þó um að verðbólguþrýstingur vestanhafs fari minnkandi og benda markir nú á kólnandi vinnumarkað.

Peningastefnunefndin mun m.a. fá tvær verðbólgumælingar og vinnumarkaðsskýrslur á milli boðaðra vaxtaákvarðana hennar í júlí og september.