Skyndibitafyrirtækið Restaurant Brands International tilkynnti í gær 2,5% söluaukningu á árinu 2024 sem tengdist að miklu leyti góðri sölu hjá skyndibitakeðjunum Burger King og Popeyes. Gengi félagsins stóð hins vegar nokkurn veginn í stað.
Sala hjá Burger King jókst þá um 1,5% í Bandaríkjunum og var töluvert hærri en spár fjármálafyrirtækisins StreetAccount sem spáði fyrir um 0,8% hækkun.
Á sama tíma upplifði McDonald‘s 1,4% samdrátt í sölu sem tengdist að stórum hluta E.coli-faraldursins sem fannst í Quarter Pounder-ostborgurum keðjunnar.
Tom Curtis, forstjóri Burger King í Bandaríkjunum, tímasetti jafnframt matseðla veitingastaðarins fyrir stóra viðburði eins og hrekkjavöku og útgáfu Addams Family-bíómyndarinnar. Á sama tíma upplifði McDonald‘s 1,4% samdrátt í sölu sem tengdist að stórum hluta E.coli-faraldursins sem fannst í Quarter Pounder-ostborgurum keðjunnar.
Tom Curtis, forstjóri Burger King í Bandaríkjunum, tímasetti jafnframt matseðla veitingastaðarins fyrir stóra viðburði eins og hrekkjavöku og útgáfu Addams Family-bíómyndarinnar.