Heimsta­den hefur gengið frá kaup­samningi við leigu­fé­lagið Bú­seta vegna kaupa hins síðar­nefnda á 42 í­búðum leigu­fé­lagsins við Tanga­bryggju í Reykja­vík.

Fram­kvæmda­stjórar fé­laganna tveggja hafa undir­ritað vilja­yfir­lýsingu um að Bú­seti kaupi yfir 90 í­búðir til við­bótar af Heimsta­den.

Við­skipta­blaðið greindi frá í lok maí að Heimsta­den sagði upp nokkrum tugum leigu­samninga hér á landi þar sem fé­lagið vinnur nú að því að selja eignir úr eigna­safni sínu.

Sam­kvæmt til­kynningu leitast eftir því að selja eignir til aðila sem leggja á­herslu á hús­næðis­öryggi og við­hafa lang­tíma­hugsun þegar kemur að samningum við leigj­endur.

Í árs­­lok 2022 voru 1677 í­búðir á Ís­landi í eigu Heimsta­den. Leigu­­tekjur fé­lagsins jukust um 16,6% milli ára og námu tæpum fjórum milljörðum króna á síðasta ári.

Stefnt er að form­legri af­hendingu eignanna 42 til Bú­seta fyrir árs­lok en um er að ræða ný­legar 2-4 her­bergja í­búðir í Bryggju­hverfinu í Reykja­vík.

Í­búðirnar sem Bú­seti hefur nú keypt af Heimsta­den eru við Tanga­bryggju 2, 4a og 4b en vilja­yfir­lýsingin um frekari kaup Bú­seta nær til í­búða sem einnig eru á höfuð­borgar­svæðinu.

Þetta eru í­búðir á mjög góðum og eftir­sóttum stað á höfuð­borgar­svæðinu.

„Það er á­nægju­legt að geta tryggt leigu­tökum okkar á­fram­haldandi hús­næðis­öryggi hjá nýjum eig­anda. Þetta eru í­búðir á mjög góðum og eftir­sóttum stað á höfuð­borgar­svæðinu. Bú­seti er rót­gróinn aðili á hús­næðis­markaði og gildi fé­lagsins fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigu­takar okkar verði á­nægðir með þessi við­skipti,“segir Egill Lúð­víks­son, fram­kvæmda­stjóri Heimsta­den í til­kynningu.

að er með á­nægju sem við bjóðum leigj­endur Heimsta­den vel­komna til Bú­seta.

„Mark­mið Bú­seta er að tryggja fé­lags­mönnum sínum að­gengi að tryggu og góðu hús­næði á hag­kvæmum kjörum. Það er með á­nægju sem við bjóðum leigj­endur Heimsta­den vel­komna til Bú­seta. Við höfum verið að auka við fram­boð í­búða á vegum Bú­seta, bæði í formi bú­setu­rétta og á vegum Leigu­fé­lags Bú­seta. Kaupin á í­búðum Heimsta­den styrkja enn frekar fram­boð í­búða hjá okkur á höfuð­borgar­svæðinu. Við viljum geta boðið fjöl­breytt hús­næði sem hentar ó­líkum ævi­skeiðum fólks án þess að það þurfi að binda stórar fjár­hæðir í hús­næði eða taka dýr lán,“ segir Bjarni Þór Þór­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Bú­seta.