Rafbílaframleiðandinn BYD stefnir á að safna 5,2 milljörðum dala í gegnum lokað útboð með tilboðsfyrirkomulagi, að því er kemur fram í gögnum sem Bloomberg News hefur undir höndum.
Í útboðinu verða seldir 118 milljónir hluta á verðbilinu 42-44 dalir á hlut. Þannig fá þeir fjárfestar sem taka þátt 8,4% „afslátt“ miðað við gengi bréfa félagsins þegar þetta er skrifað.
BYD hyggst nota fjármunina sem safnast í útboðinu í rannsóknir og þróun, til að gera sig enn meira gildandi á alþjóðavísu, styrkja veltufjárstöðuna og í öðrum rekstrarlegum tilgangi, að því er kemur fram í útboðsgögnum.