Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD hefur undirritað 1 milljarðs dala samning um uppbyggingu á verksmiðju í Tyrklandi. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 150 þúsund ökutæki á ári.

Samningurinn var undirritaður í Istanbúl af Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Wang Chuanfu, forstjóra BYD.

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD hefur undirritað 1 milljarðs dala samning um uppbyggingu á verksmiðju í Tyrklandi. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 150 þúsund ökutæki á ári.

Samningurinn var undirritaður í Istanbúl af Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Wang Chuanfu, forstjóra BYD.

Gert er ráð fyrir að verksmiðjan muni skapa um fimm þúsund störf og að framleiðsla muni hefjast í lok árs 2026. BYD hefur þó ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um frekari upplýsingar.

Tilkynningin kemur samhliða auknum deilum milli kínverskra rafbílaframleiðenda og vestrænna ríkja. Í síðustu viku ákvað ESB að grípa til aðgerða til að vernda evrópska bílaframleiðendur með því að hækka tolla á kínverska rafbíla.

Tollar á bíla BYD hækkuðu því um 17,4% ofan á núverandi 10% innflutningsgjald. Tyrkland er hluti af tollabandalagi ESB, sem þýðir að ökutæki sem framleidd eru í landinu og flutt út til ESB fá að forðast viðbótartollinn.