Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD hefur í fyrsta skipti selt fleiri rafbíla í Evrópu en Tesla en samkvæmt FT seldi BYD 7.231 rafbíl í álfunni í síðasta mánuði samanborið við þá 7.165 rafbíla sem Tesla seldi.
Sölutölurnar marka mikla byltingu hjá kínverska fyrirtækinu sem hefur verið að færa út kvíarnar og auka markaðshlutdeild sína á erlendum mörkuðum.
Jato Dynamics, fyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnagreiningu bíla, sá um að afla sölutalnanna og segir þetta vera mikil tímamót fyrir evrópskan bílamarkað.
„Það þarf að hafa það í huga að Tesla hefur leitt evrópskan markað fyrir rafbíla í mörg ár en BYD hóf ekki starfsemi utan Noregs og Hollands fyrr en seint á árinu 2022,“ segir Felipe Munoz, alþjóðlegur greinandi hjá Jato Dynamics.