Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD tilkynnti metsölu fyrir síðustu þrjá mánuði ársins 2023 en fyrirtækið seldi meira en 526.000 rafbíla. Sala fyrirtækisins jókst þar að auki um 70% í desember.

BYD, sem er staðsett í kínversku borginni Shenzhen, sagði einnig að það hafi selt meira en 3 milljónir raf- og tvinnbíla fyrir árið 2023.

Tesla í Bandaríkjunum mun einnig gefa út uppgjörið sitt fyrir opnun markaða í dag en sérfræðingar spá því að Tesla hafi selt um 483 þúsund rafbíla síðustu þrjá mánuði ársins 2023 og 1,82 milljónir fyrir allt árið.

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD tilkynnti metsölu fyrir síðustu þrjá mánuði ársins 2023 en fyrirtækið seldi meira en 526.000 rafbíla. Sala fyrirtækisins jókst þar að auki um 70% í desember.

BYD, sem er staðsett í kínversku borginni Shenzhen, sagði einnig að það hafi selt meira en 3 milljónir raf- og tvinnbíla fyrir árið 2023.

Tesla í Bandaríkjunum mun einnig gefa út uppgjörið sitt fyrir opnun markaða í dag en sérfræðingar spá því að Tesla hafi selt um 483 þúsund rafbíla síðustu þrjá mánuði ársins 2023 og 1,82 milljónir fyrir allt árið.

Wang Chuanfu stofnaði BYD árið 1995 ásamt frænda sínum í Shenzhen og varð fyrirtækið þekkt fyrir að framleiða endurhlaðanlegar rafhlöður fyrir síma, fartölvur og önnur tæki. Var fyrirtækið þá á þeim tíma í harðri samkeppni við innfluttar vörur frá Japan.

Fyrirtækið fór svo á hlutabréfamarkað árið 2002 og eignaðist svo ríkisrekna bílafyrirtækið Qinchuan Automobile Company. Síðan 2008 hefur BYD selt hlutabréf til fjárfesta á borð við Warren Buffett en sérfræðingar segja að velgengni fyrirtækisins leynist í rafhlöðum sem eru jafnframt dýrasti hluti rafbíla.