Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur gefið það út að hann muni ekki bjóða sig fram til formanns Vinstri grænna að þessu sinni en landsfundur flokksins fer fram 4. til 6. október næstkomandi.

„Engum treysti ég betur til að leiða hreyfinguna okkar að loknum landsfundi en Svandísi Svavarsdóttur og ég hef greint henni frá þeirri afstöðu minni,“ skrifar Guðmundur Ingi í færslu á Facebook þar sem hann tilkynnir um ákvörðun sína.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur gefið það út að hann muni ekki bjóða sig fram til formanns Vinstri grænna að þessu sinni en landsfundur flokksins fer fram 4. til 6. október næstkomandi.

„Engum treysti ég betur til að leiða hreyfinguna okkar að loknum landsfundi en Svandísi Svavarsdóttur og ég hef greint henni frá þeirri afstöðu minni,“ skrifar Guðmundur Ingi í færslu á Facebook þar sem hann tilkynnir um ákvörðun sína.

Guðmundur Ingi hefur gegnt hlutverki formanns VG frá því í vor þegar Katrín Jakobsdóttir sagði af sér formennsku og embætti forsætisráðherra. Hann hafði verið varaformaður VG frá október 2019.

„Ég er ekki að hætta í stjórnmálum, langt því frá. Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi.“