Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, BYGG, hagnaðist um 1.055 milljónir króna árið 2023 samanborið við 804 milljónir árið áður. Stjórn félagsins lagði til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 260 milljónir króna.

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, BYGG, hagnaðist um 1.055 milljónir króna árið 2023 samanborið við 804 milljónir árið áður. Stjórn félagsins lagði til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 260 milljónir króna.

Tekjur félagsins jukust um 43% milli ára og námu 10,8 milljörðum. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam rúmum 2 milljörðum króna, samanborið við 1,3 milljarða árið áður.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins kemur fram að samstæðan hafi selt og afhent fasteignir m.a. í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ, Naustavör í Kópavogi og Nónhamar – Hringhamar í Hafnarfirði. Auk framangreindra verkefna hélt samstæðan áfram framkvæmdum á ýmsum staðsetningum.

„Verkefnastaða Byggingarfélags Gylfa og Gunnar í árslok 2023 er mjög sterk og áætlað er að nokkur af stærri verkefnum í vinnslu í árslok 2023 ljúki á árinu 2024 og eru almennt horfur á byggingarmarkaði ágætar sé horft til upplýsinga um nýjar íbúðir sem nú þegar eru í byggingu og eða fyrirséð að fari í byggingu á næstu misserum.“

Félagið segir þó að þróun efnahagsmála og aðstæður í íslensku samfélagi hafi ótvírætt árif á rekstur og fjárhagsstöðu samstæðunnar. Vaxtahækkanir síðustu ára hafi haft og muni trúlega hafa frekari neikvæð áhrif á ráðstöfunartekjur og draga þannig úr eftirspurn á fasteignamarkaði.

Eignir félagsins námu 23,4 milljörðum í árslok 2023 og eigið fé var um 12,1 milljarður. BYGG er í eigu Gylfa Ó. Héðinssonar og Gunnars Þorlákssonar.

Lykiltölur / BYGG

2023 2022
Tekjur 10.835 7.583
Rekstrarhagnaður 1.987 132
Hrein fjármagnsgjöld 896 450
Afkoma 1.055 804
Eignir 23.380 21.760
Eigið fé 12.146 11.170
Ársverk 162 148
- í milljónum króna