Það dró úr hækkun byggingar­kostnaðar milli mánaða sam­kvæmt vísi­tölu byggingar­kostnaðar sem Hag­stofan birti í morgun.

Vísi­talan hækkaði um 0,1% milli ágúst- og septem­ber og stendur nú í 115,6 stigum. Mun það vera minni hækkun en milli júlí og ágúst þegar vísi­talan hækkaði um 0,3%.

Kostnaður við inn­flutt efni dróst saman um 1,6% en kostnaður við inn­lent efni jókst um 0,8%. Þá jókst launa­kostnaður um 0,2% og kostnaður við vélar, flutning og orku­notkun um 0,1%.

Sam­kvæmt Sam­tökum iðnaðarins hafa byggingar­fyrir­tæki verið að ein­blína á að klára verk­efni á þriðja og fjórða fram­vindu­stigi meðan færri ný verk­efni eru að fara af stað.

Hæg sala í­búða og hærri fjár­magns­kostnaður hefur aukið skuld­setningu í greininni en skuldir byggingar­fyrir­tækja hjá ís­lensku bönkunum jukust um 28% sl. 12 mánuði.