Ríki og sveitarfélög hafa, í fyrsta sinn, gert með sér samkomulag um sameiginlega sýn á aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði. Gildir samkomulagið til tíu ára eða yfir tímabilið 2023-2033.

Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á 35 þúsund nýjum íbúðum á tíu árum til að mæta vaxandi þörf fyrir nýbyggingar. Þá verða ríflega 12 þúsund hagkvæmar íbúðir á virðráðanlegu verði.

Samkomulagið verður undirritað af Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Aldísar Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, á blaðamannafundi á morgun kl 13 í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Fyrr á árinu skilaði starfshópur stjórnvalda um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði en þar kom fram að þörf sé fyrir uppbyggingu á 35 þúsund nýjum íbúðum á næstu tíu árum til að mæta fólksfjölgun.

Sjá einnig: Hlutdeild almenna íbúðakerfisins verði aukið