Fjögur stærstu félögin sem sinna rekstri kvikmyndahúsa hér á landi töpuðu miklum fjárhæðum í faraldrinum og lækkuðu tekjur umtalsvert. Miðað við tekjur er Bíó Paradís einnig meðal stærstu kvikmyndahúsa landsins en Bíó Paradís er sjálfseignarstofnun á meðan hin kvikmyndahúsin eru einkahlutafélög.

Samkvæmt ársreikningi námu tekjur ríflega 212 milljónum króna árið 2022 en tap var 15,1 milljón. Árið áður námu tekjur 191 milljón og var 16,8 milljóna króna hagnaður af rekstrinum.

Fjögur stærstu félögin sem sinna rekstri kvikmyndahúsa hér á landi töpuðu miklum fjárhæðum í faraldrinum og lækkuðu tekjur umtalsvert. Miðað við tekjur er Bíó Paradís einnig meðal stærstu kvikmyndahúsa landsins en Bíó Paradís er sjálfseignarstofnun á meðan hin kvikmyndahúsin eru einkahlutafélög.

Samkvæmt ársreikningi námu tekjur ríflega 212 milljónum króna árið 2022 en tap var 15,1 milljón. Árið áður námu tekjur 191 milljón og var 16,8 milljóna króna hagnaður af rekstrinum.

Í ársreikningi er þó ekki tekið fram hversu hátt hlutfall af tekjunum er í formi styrkja.

Alls fær Bíó Paradís 25 milljóna króna framlag árlega úr ríkissjóði en einnig var kveðið á um 18 milljóna tímabundinn styrk í fjárlögum 2024.

Þá eru tveir gildandi samningar við Reykjavíkurborg, annar kveður á um 22 milljóna króna árlegt framlag til 2026 og hinn um 13  milljóna framlag árið 2024 og 6,5 milljóna framlag fyrri hluta árs 2025.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.