Andrew Bailey, seðlabankastjóri Englandsbanka, segir að Bretar megi búast við fjórum stýrivaxtalækkunum á næsta ári ef horfur bankans ganga eftir. Hann segir í viðtali við FT að verðbólga þar í landi hafi haldið áfram að hjaðna.
Verðbólga í Bretlandi er nú 2,3% miðað við hápunktinn árið 2022 þegar hún stóð í 11,1%.
Talsmenn OECD höfðu áður sagt að Englandsbanki gæti mögulega ekki náð að lækka stýrivexti eins mikið og seðlabankarnir í Evrópu og Bandaríkjunum sökum vaxtar- og verðbólguhorfum.
OECD spáir því að breska hagkerfið muni vaxa um 1,7% á næsta ári og 1,3% árið 2026. Þá er búist við 0,9% hagvexti á þessu ári þrátt fyrri skattahækkanir í fjárlögum.
„Verðbólga hefur hjaðnað mun hraðar en við bjuggumst við. Ég meina fyrir ári síðan vorum við að spá því að hún yrði einu prósenti hærri en hún er núna,“ segir Bailey.