Carlsberg hefur fengið heimild frá bæði breskum og evrópskum eftirlitsaðilum til að halda áfram með 4,2 milljarða dala yfirtöku sína á breska drykkjarframleiðandanum Britvic.

Áform Carlsberg um kaupin voru fyrst tilkynnt í júlí en Britvic framleiðir meðal annars vörumerki eins og ávaxtasaftið Robinsons.

„Við teljum að samruni Carlsberg og Britvic muni skapa fjölbreytt og aðlaðandi drykkjaúrval í Bretlandi, með skilvirka birgðakeðju og dreifikerfi sem veitir viðskiptavinum okkar stórt safn með markaðsleiðandi vörumerki og heimsklassa þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Carlsberg.

Samningurinn er einnig táknrænn fyrir víðtækari breytingu sem er að eiga sér stað innan brugghúsa víðs vegar um heiminn þar sem fleiri eru farnir að framleiða óáfenga drykki. Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg, sagði í viðtali við CNBC fyrr á þessu ári að áfengislausa bylting bjórgeirans myndi halda áfram að þróast.