Danski ölframleiðandinn Carlsberg hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé breska gosframleiðandans Britvic fyrir 3,3 milljarða punda eða tæplega 583 milljarða króna á gengi dagsins.
Samkvæmt The Wall Street Journal er yfirtakan hluti af stefnubreytingu Carslberg um að leggja meiri áherslu á óáfenga drykki.
Carlsberg borgaði 1,315 pens fyrir hvern hlut í Britvic sem er 29,6% hærra verð en dagslokagengi félagsins 20. júní þegar tilboðið var lagt fram.
Britvic er með 39 vörumerki á sínum snærum og starfandi í 100 löndum. Meðal þekktra vörumerkja í eigu Britvic eru Fruit Shoot, Robinsons, Tango J20.
Þá er Britvic einnig með samning við PepsiCo í Bretlandi um sölu og dreifingu á öllum kolsýrðum drykkjum bandarísku samstæðunnar í Bretlandi, Pepsi, 7up og Mountain Dew.
SamkvæmtBørsen er um að ræða stærstu yfirtöku Carlsberg frá því félagið keypti Scottish & Newcastle árið 2008 á 57 milljarða danskra króna.