Carlsberg hefur samþykkt að selja rússneska dótturfyrirtækið sitt, Baltika Breweries, og bindur þar með enda á langvarandi lagadeilu sem kviknaði eftir að rússnesk stjórnvöld tóku yfir fyrirtækið.
Valdimír Pútín Rússlandsforseti gaf út forsetatilskipun síðasta sumar sem færði Baltika Breweries undir stjórn yfirvalda. Aðgerðin var gerð í hefndarskyni vegna flótta vestrænna fyrirtækja frá landinu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.
Önnur fyrirtæki eins og Danone, Uniper og Fortrum lentu einnig í svipuðum aðgerðum þar sem fyrirtækin þeirra voru ríkisvædd.
Sem hluti af samningnum mun Baltika flytja hlutabréf sín frá Carlsberg Aserbaídsjan og Carlsberg Kazakhstan til Carlsberg Group. Salan hefur þá verið samþykkt af bæði dönskum og rússneskum yfirvöldum.