Caroline Ellison hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í rafmyntasvindli FTX, sem er sagt vera eitt stærsta fjármálasvik í sögu Bandaríkjanna. Hún hafði verið fyrrum stjórnandi FTX og kærasta stofnand þess, Sam Bankman-Fried, sem situr nú í fangelsi.

Dómur hennar var mildaður þar sem hún bar vitni gegn Bankman-Fried en hún átti yfir höfði sér allt að 110 ára fangelsisdóm.

Caroline Ellison hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í rafmyntasvindli FTX, sem er sagt vera eitt stærsta fjármálasvik í sögu Bandaríkjanna. Hún hafði verið fyrrum stjórnandi FTX og kærasta stofnand þess, Sam Bankman-Fried, sem situr nú í fangelsi.

Dómur hennar var mildaður þar sem hún bar vitni gegn Bankman-Fried en hún átti yfir höfði sér allt að 110 ára fangelsisdóm.

Að sögn erlendra fjölmiðla bað Ellison fórnarlömb FTX afsökunar og sagði að heilinn hennar gat ekki einu sinni skilið umfang skaðans sem hún hafði ollið. Dómarinn Lewis Kaplan sagði að samstarf hennar hefði verið stórfenglegt og hún væri augljóslega sakhæf.

FTX var stofnað árið 2019 og innan við tvö ár var það orðið þriðja stærsta rafmyntafyrirtæki í heimi og var metið á 32 milljarða dala.