Tölvuleikjaframleiðandinn CCP boðar útgáfu á nýjum tölvuleik sem mun bera heitið EVE Frontier. Leikurinn hefur verið í smíðum í höfuðstöðvum fyrirtækisins undanfarin tvö ár.

Í kynningarstiklu sem kom út í dag er væntanlegum spilurum gefin innsýn í hinn opna, djúpa og víðfema heim EVE Frontier.

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP boðar útgáfu á nýjum tölvuleik sem mun bera heitið EVE Frontier. Leikurinn hefur verið í smíðum í höfuðstöðvum fyrirtækisins undanfarin tvö ár.

Í kynningarstiklu sem kom út í dag er væntanlegum spilurum gefin innsýn í hinn opna, djúpa og víðfema heim EVE Frontier.

EVE Frontier deilir söguheimi og tíma með EVE Online, fyrsta leik CCP, sem leit dagsins ljós árið 2003. Spilarar hafa nær fullkomið frelsi til að kanna um þúsundir fjarlægra sólkerfa, 23 þúsund ár í framtíðinni, en að öðru leyti er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja.

„Hjá CCP ríkir ástríða fyrir nýsköpun og við erum afskaplega spennt að tilkynna um útgáfu nýs leiks sem hefur verið í þróun hjá okkur undanfarin tvö ár. Á meðan við nýtum þá reynslu og þekkingu sem útgáfa EVE Online og annarra titla hefur gefið okkur undanfarin tuttugu ár, erum við óhrædd að fara nýjar slóðir í okkar vöruþróun,“ segir Eyrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri leikjaútgáfu CCP.

Fyrirtækið var stofnað í Reykjavík árið 1997 og starfrækir einnig starfstöðvar í London og Shanghai. Starfsmenn á Íslandi eru rúmlega þrjú hundruð talsins og um sextíu þeirra koma beint að gerð EVE Frontier.

„EVE Frontier kemur með nýja nálgun í heimi survival-leikja þar sem spilararnir sjálfir byggja upp innviði leiksins, hagkerfi og samfélög í risavöxnum heimi. Við erum að búa til upplifun þar sem ákvarðanir hafa áhrif, og afleiðingarnar geta orðið stjarnfræðilegar,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.