Félagið Miðbæjarhótel / Centerhotels ehf., félag sem rekur átta hótel í miðborg Reykjavíkur undir merkjum Centerhotels, tapaði 313 milljónum króna á síðasta ári.

Til samanburðar tapaði félagið 564 milljónum árið 2020, en heimsfaraldurinn hafði mjög neikvæð áhrif á reksturinn á árunum 2020-2021, enda lagðist ferðaþjónustan nánast niður á árinu 2020. Áður en heimsfaraldurinn skall á hafði félagið skilað samfelldum hagnaði níu ár í röð, á árunum 2011- 2019.

Í lok árs 2021 var allt hlutafé félagsins í eigu S&K eignarhaldsfélags ehf., eins og í byrjun árs. Félagið er í eigu hjónanna Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra Centerhotels, og Svanfríðar Jónsdóttur.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.