Olíurisinn Chevron hefur yfirgefið Mjanmar og afsalað hluta sínum í stærsta jarðgasverkefni landsins en fyrirtækið hóf brottför sína fyrir tveimur árum síðan.
Talsmaður bandaríska orkufyrirtækisins staðfesti í dag að Chevron hafði formlega afturkallað hlut sinn í Yadana-jarðgasverkefninu.
Fréttamiðillinn WSJ greinir frá því að verkefnið hafi verið unnið í samstarfi við taílenska ríkisrekna fyrirtækið PTT Exploration & Production og Myanma Oil and Gas Enterprise. Þessi tvö fyrirtæki sitja nú eftir sem einu hluthafarnir.
„Afturköllunin staðfestir áform okkar um að yfirgefa Mjanmar með skipulögðum hætti í kjölfar valdaránsins í febrúar 2021 og áframhaldandi mannúðarkrísu í landinu,“ segir talsmaður Chevron.
Yadana er staðsett í um 60 kílómetra fjarlægð suður af Mjanmar og er stærsta jarðgasverkefni landsins og eitt það stærsta í Suðaustur-Asíu. Það framleiddi um helminginn af öllu gasi sem notað var í Mjanmar árið 2021.