Olíufyrirtækið Chevron hefur náð samkomulagi með verkalýðsfélögum starfsmanna fyrirtækisins í Ástralíu sem fóru í verkfall 8. september síðastliðinn.

Starfsmenn Offshore Alliance, samsteypa tveggja verkalýðsfélaga, samþykktu breytta samninga og hafa núverandi verkföll við Gorgon- og Wheatstone-stöðvarnar verið stöðvuð.

Olíufyrirtækið Chevron hefur náð samkomulagi með verkalýðsfélögum starfsmanna fyrirtækisins í Ástralíu sem fóru í verkfall 8. september síðastliðinn.

Starfsmenn Offshore Alliance, samsteypa tveggja verkalýðsfélaga, samþykktu breytta samninga og hafa núverandi verkföll við Gorgon- og Wheatstone-stöðvarnar verið stöðvuð.

Talsmenn Chevron segja að samkomulagið leysi þau mál sem voru til umræðu eftir annan sáttarfund sem átti sér stað í vikunni. Offshore Alliance segist einnig ætla að vinna með Chevron til að ganga frá lokaatriðum samningsins.

Gorgon- og Wheatstone-verksmiðjurnar í Ástralíu sjá fyrir rúmlega 5% af öllu fljótandi jarðgasi í heiminum.

Orkumarkaðir heimsins hafa verið undir miklum þrýstingi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu á síðasta ári. Olíu- og gasverð hafa til að mynda hækkað töluvert og hafa Rússar þar að auki dregið úr birgðum sínum á jarðgasi til Evrópu. Mörg lönd eru þar með farin að reiða sig á stöðvar eins og Gorgon og Wheatstone til að hlaupa í skarðið.