CNN hefur tilkynnt að það muni segja upp rúmlega 200 starfsmönnum, eða um 6% af vinnuafli sínu. Hópuppsögnin er hluti af áætlun forstjórans Mark Thompson um áherslubreytingar sem tengjast stafrænum vexti og mögulegri streymisþjónustu.
Viðskiptaumhverfi sjónvarpsfréttastöðva hefur verið á niðurleið í mörg ár og hefur vantraust á hefðbundna fjölmiðla aukist í Bandaríkjunum.
CNN var að meðaltali með 578 þúsund áhorfendur á síðustu þremur mánuðum 2024 og hafði þeim þá fækkað um 74% frá sama tíma árið 2020. Samkvæmt gögnum frá Nielsen er fréttastöðin nú sú þriðja vinsælasta í sínum geira.
Áhorf á MSNBC dróst þá saman um 62% á sama tímabili og var einnig samdráttur á Fox News, sem missti 27% af sínum áhorfendum.
Mark Thompson hefur þá tilkynnt að Warner Bros. Discovery, sem rekur CNN, væri að fjárfesta 70 milljónum dala til að hjálpa fréttastöðinni við umskiptin. Hann bætti við að þrátt fyrir uppsagnirnar myndu ný störf líta dagsins ljós seinna meir ásamt nýjum tækifærum.