Bandarískur dómstóll hefur úrskurðað að Coca-Cola standi frammi fyrir 2,7 milljarða dala skattainnheimtu, eða samtals 6 milljörðum dala með vöxtum, í langvarandi deilu við skattayfirvöldin IRS.
Drykkjarrisinn sagðist í dag ætla að áfrýja niðurstöðu dómstólsins en IRS hefur haldið því fram að Coca-Cola hafi svikist undan sköttum í næstum áratug með notkun erlendra dótturfélaga.
Í málsókn frá 2015 sagði Coca-Cola að IRS væri að krefja fyrirtækið um 3,3 milljarða dala. Stofnunin sagði að tekjur fyrirtækisins frá 2007 til 2009 hefðu átt að vera hærri vegna erlendar milliverðlagningar.
„Fyrirtækið hlakkar til að hefja áfrýjunarferlið og mun, sem hluti af því ferli, greiða umsamda ábyrgð og vexti til IRS,“ segir í yfirlýsingu frá Coca-Cola.