Bandaríski fjölmiðla- og tæknirisinn Comcast NBCUniversal, sem á og rekur meðal annars Universal, Sky Sports, NBC og Xfinity, hefur bæst í fjárfestahóp íslenska tæknifyrirtækisins OZ Sports.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að fjárfestingin gefi OZ Sports aukinn trúverðugleika og opni jafnframt leið fyrir auknu samstarfi fyrirtækjanna.
OZ Sports þróaði lausn árið 2021 á tímum Covid til að leyfa fólki að upplifa íþróttaleiki með vinum sínum heima í stofu. OZ nýtir gervigreindartækni til að hámarka upplifun áhorfenda og aðstoða helstu hagsmunaaðila við að auka verðmæti íþróttaviðburðanna.