Heildsöluverslunin Costco býður nú einstaklingum á Íslandi að versla áfengi í gegnum netverslun sína.

Hingað til hefur Costco aðeins leyft þeim sem hafa vínveitingaleyfi að versla áfengi hjá sér en nú geta allir þeir sem hafa aldur til keypt áfengi hjá versluninni.

Kaupendur þurfa fyrst að stofna aðgang á síðunni. Eftir að hafa pantað á síðunni mæta viðskiptavinir einfaldlega í vöruhús fyrirtækisins í Kauptúni og framvísa skilríkjum til að sannreyna aldur sinn áður en viðskiptavinir fá svo áfengið afhent.

Heildsöluverslunin Costco býður nú einstaklingum á Íslandi að versla áfengi í gegnum netverslun sína.

Hingað til hefur Costco aðeins leyft þeim sem hafa vínveitingaleyfi að versla áfengi hjá sér en nú geta allir þeir sem hafa aldur til keypt áfengi hjá versluninni.

Kaupendur þurfa fyrst að stofna aðgang á síðunni. Eftir að hafa pantað á síðunni mæta viðskiptavinir einfaldlega í vöruhús fyrirtækisins í Kauptúni og framvísa skilríkjum til að sannreyna aldur sinn áður en viðskiptavinir fá svo áfengið afhent.

Yfir 100 vörutegundir hjá Costco

Á vefsíðu Costco kemur fram að fleiri en 100 vörutegundir eru í boði, þar á meðal léttvín, bjór og sterkt áfengi.

Viðskiptablaðið gerði snöggan verðsamanburð á nokkrum tegundum og í ljós kom að 1l af Smirnoff Vodka er um 700 krónum ódýrari hjá Costco. Það sama á við um 1l af Absolut Vodka.

3l af Frontera Caberenet Sauvignon rauðvíni eru einnig 700 krónum ódýrari í Costco en hjá ÁTVR.

Yfir 2.000 króna munur á Stellu Artois

Ágætur verðmunur er á bjór í ríkinu og bjór hjá Costco samkvæmt verðlagningu á vefsíðum beggja.

Kassi með tuttugu og fjórum 330 ml Stellu kostar 6.699 krónur í Costco en 9.096 krónur hjá ÁTVR. Munar þar um heilar 2.397 krónur

Kassi með tólf 500 ml Bola kostar 5.199 krónur hjá Costco en 5.748 krónur hjá ÁTVR en og er munurinn því 549 krónur.

Kassi með tólf 500 ml Egils Gull kostar 4.799 krónur há Costco en 5.388 krónur hjá ÁTVR og munar þar 589 krónum svo dæmi séu tekin.