Ís­lenska há­tækni­fyrir­tækið Carbon Re­cycling International (CRI) hefur undir­ritað samning við Tianying Group en kín­verska fé­lagið mun nýta tækni CRI til fram­leiðslu í einni stærstu ra­f­elds­neytis­verk­smiðju heims.

Tæknin sem CRI hefur þróað endur­nýtir kol­tví­sýring til fram­leiðslu á grænu metanóli.

Verk­smiðjan verður stað­sett í Li­a­oyu­an í Kína en VRI var fyrsta fyrir­tækið til að fram­leiða raf­metanól fyrir rúmum ára­tug síðan í verk­smiðju fé­lagsins í Svarts­engi.

Verk­smiðjan í Li­a­oyu­an er sú þriðja í Kína sem nýtir tækni CRI, en hinar tvær voru gang­settar á árunum 2022 og 2023.

Ís­lenska há­tækni­fyrir­tækið Carbon Re­cycling International (CRI) hefur undir­ritað samning við Tianying Group en kín­verska fé­lagið mun nýta tækni CRI til fram­leiðslu í einni stærstu ra­f­elds­neytis­verk­smiðju heims.

Tæknin sem CRI hefur þróað endur­nýtir kol­tví­sýring til fram­leiðslu á grænu metanóli.

Verk­smiðjan verður stað­sett í Li­a­oyu­an í Kína en VRI var fyrsta fyrir­tækið til að fram­leiða raf­metanól fyrir rúmum ára­tug síðan í verk­smiðju fé­lagsins í Svarts­engi.

Verk­smiðjan í Li­a­oyu­an er sú þriðja í Kína sem nýtir tækni CRI, en hinar tvær voru gang­settar á árunum 2022 og 2023.

Stefnt er að því að gang­setja verk­smiðjuna í lok árs 2025 og verður hún með fram­leiðslu­getu upp á 170 þúsund tonn af raf­metanóli á ári.

„Verk­efnið sker sig frá fyrri verk­efnum fé­lagsins þar sem að þessu sinni verður vindorka nýtt til fram­leiðslu á grænu vetni sem hrá­efni í fram­leiðsluna. Raf­metanólið sem fram­leitt verður getur því upp­fyllt ströngustu skil­yrði um sjálf­bærni og kol­efnis­fót­spor, svo sem reglur Evrópu­sam­bandsins um ra­f­elds­neyti. Gert er ráð fyrir að metanólið muni nýtast meðal annars til orku­skipta í skipa­flutningum,“ segir í frétta­til­kynningu frá CRI.

Í verk­efninu mun CRI sjá um hönnun og þjónustu tengda raf­metanól­fram­leiðslunni. Fé­lagið mun einnig af­henda búnað til verk­efnisins, hvarfa­kút og hvata. CRI að­stoðar einnig við gang­setningu verk­smiðjunnar og sam­þættingu metanól­hlutans við aðra þætti verk­efnisins.

„Við hlökkum til sam­starfsins við Tianying í þessu tíma­móta­verk­efni. Tækni CRI gegnir lykil­hlut­verki í sjálf­bærri orku­fram­leiðslu en verk­efnið er afar þýðingar­mikið fyrir iðnaðinn. Saman eru fé­lögin að setja ný við­mið í fram­leiðslu á grænum orku­gjöfum og efna­vöru”, segir Lotte Rosen­berg, for­stjóri CRI.

„Við erum spennt fyrir því að vinna með CRI að þessu fram­sækna verk­efni. Samningurinn undir­strikar skuld­bindingu Tianying við að stuðla að ný­sköpun og sjálf­bærni. Fram­leiðsla á grænu metanóli mun gegna lykil­hlut­verki í að draga úr kol­efnislosun í efna- og elds­neytis­iðnaðinum. Við erum mjög stolt af því að vísa veginn,” segir Dan Han, Deputy General Engineer hjá Tianying Group.