Íslenski vísisjóðurinn Crowberry Capital hefur leitt 3 milljóna evra sprotafjármögnun í danska djúptæknifyrirtækið Augmented Hearing, sem hefur þróað Sharpi v.1.0, háþróaða gervigreindarlausn.
Lausnin bætir talskiljanleika í hávaða, einkum í mikilvægum samskiptaumhverfum á borð við neyðarlínur og flugstjórnarturna.
Talgreining fyrir mikilvægustu innviði samfélagsins
Sharpi v.1.0 byggir á sérþjálfuðu tauganeti sem hefur verið þjálfað á milljónum raddsýna til að útiloka truflandi bakgrunnshljóð og skila skýru tali.
Lausnin er sérstaklega hönnuð fyrir starfsumhverfi þar sem skýr og tafarlaus samskipti geta skipt sköpum, svo sem í flugumferðarstjórn, viðbragðskerfum og sjúkraviðtökum.
Augmented Hearing starfar nú með viðbragðsaðilum í nokkrum löndum, þar á meðal Íslandi, Portúgal, Spáni og Sviss.
„Ólíkt hefðbundnum módelum hefur Sharpi v.1.0 verið þjálfað á milljónum raddsýna, sem gerir því kleift að einangra og skilja mannlegt tal í miklum hávaða“, sagði Martin Bergmann, tæknistjóri og meðstofnandi. „Þetta er ekki bara uppfærsla – þetta er bylting í raddgreiningu.”
„Markaðurinn er stór því fáir eru að nota talgreiningartækni sem þessa,“ segir Christian Ravn, sölustjóri og meðstofnandi Augmented Hearing. „Sharpi v.1.0 er mun betri en núverandi lausnir, eykur einbeitingu og dregur úr streitu starfsmanna.“
Fjármögnunin verður nýtt til að skala dreifingu Sharpi v.1.0 á alþjóðlegum mörkuðum. Lausnin hefur þegar verið tekin í notkun eð ía prófun í samstarfi við viðbragðsaðila í Íslandi, Portúgal, Spáni og Sviss. Næsta skref er að styrkja stöðu lausnarinnar sem tæknilegs staðals fyrir samskipti í krítískum aðstæðum.
„Við höfum byggt upp sterkt samstarf við Crowberry Capital,“ segir Mette Carstensen. „Þessi fjárfesting kemur á augnabliki þar sem við trúum því að við munum endurskilgreina hvernig gervigreind umbreytir hljóði. Við erum að hraða vaxtaráætlunum okkar og samhliða því undirbúa okkur fyrir að safna umtalsverðu fjármagni innan 20 mánaða til frekari vaxtar.
„Við hjá Crowberry erum spennt að fjárfesta í Augmented Hearing,” segir Hekla Arnardóttir, stofnandi og meðeigandi hjá Crowberry Capital.
„Teymið hefur áratuga reynslu á þessu sviði eftir að hafa starfað hjá Oticon/Demant við þróun og markaðssetningu heyrnatækja ogeru með rétta bakgrunninn til að búa til öfluga og örugga lausn fyrir mikilvæg samskiptakerfi eins og neyðarlínuna og flugumferðarstjórn,” bætir Hekla við.