Svæðis­bundnir bankar í Banda­ríkjunum hafa verið að gera flókna og dýr­keypta samninga við stærstu vogunar­sjóði landsins til að forðast að lenda í sömu vand­ræðum og t.d. Silicon Vall­ey Bank í fyrra.

Banka­kreppa svæðis­bundinna banka í Banda­ríkjunum, sem felldi Silicon Vall­ey Bank og First Repu­blic í fyrra, olli miklum ó­ró­leika meðal meðal­stórra banka

Há­vaxta­um­hverfi síðustu ára hefur gert mörgum minni bönkum erfitt fyrir en vextir hafa verið ó­breyttir lengur en vonir stóðu til.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er staðan orðin það slæm að bankarnir vilja verja sig gegn greiðslu­falls­á­hættu og hafa stærstu vogunar­sjóðirnir séð sér leik á borði.

Svæðis­bundnir bankar í Banda­ríkjunum hafa verið að gera flókna og dýr­keypta samninga við stærstu vogunar­sjóði landsins til að forðast að lenda í sömu vand­ræðum og t.d. Silicon Vall­ey Bank í fyrra.

Banka­kreppa svæðis­bundinna banka í Banda­ríkjunum, sem felldi Silicon Vall­ey Bank og First Repu­blic í fyrra, olli miklum ó­ró­leika meðal meðal­stórra banka

Há­vaxta­um­hverfi síðustu ára hefur gert mörgum minni bönkum erfitt fyrir en vextir hafa verið ó­breyttir lengur en vonir stóðu til.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er staðan orðin það slæm að bankarnir vilja verja sig gegn greiðslu­falls­á­hættu og hafa stærstu vogunar­sjóðirnir séð sér leik á borði.

Bankarnir eru að vefja saman á­hættu­samar eignir og selja varnir gegn greiðslu­falli á fyrstu 5% til 15% undir­liggjandi eigna. Bankarnir ná því að losa sig við á­hættu­söm út­lán af efna­hags­reikningi sínum og lækka fjár­mögnunar­kostnað.

Samningarnir bera heitið Synt­hetic Risk Trans­fer vestan­hafs og hafa verið að aukast til muna á síðustu mánuðum.

Nú ný­verið á­kvað Huntington Bancs­hares, svæðis­bundinn banki í Ohio-ríki, að gera SRT- samningi við Bay­vi­ew Asset Mana­gement en sam­kvæmt WSJ er sjóðurinn að fá um 15% á­vöxtun í við­skiptunum.

Ef undir­liggjandi eignin verður gjald­felld tekur sjóðurinn á sig tapið.

„Það má segja að þetta sér her­ská vörn“

Sam­kvæmt WSJ eru stærri svæðis­bundnir bankar eins og Ally Bank í Utah og Truist Financial í Norður-Karó­línu einnig byrjaðir að losa lán í rusl­flokki fyrir milljarða dali gegnum SRT-samninga.

Hærri kröfur um lög­bundið eigið fé og aðrar í­þyngjandi reglur hafa einnig þrengt að minni bönkum vestan­hafs sem eru nú byrjaðir að verja sig á mörgum víg­stöðum.

„Það má segja að þetta sé herská vörn,“ segir Ken Usdin, greiningaraðili hjá Jefferies í samtali við WSJ. „Þeir eru að sækjast eftir að ná kröfum um lögbundið eigið fé, en þeir eru að borga fyrir það.“

Bankarnir eru að undirbúa sig undir nýjar reglur sem þrengja að umhverfi þeirra en reglurnar voru settar í kjölfar þess að Silicon Valley Bank fór á hausinn í fyrra.