Sam Bankman-Fried var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik. Málið er eitt stærsta svikamál sem komið hefur upp í Bandaríkjunum.
Hann var einnig dæmdur til að greiða 11 milljarða Bandaríkjadala í sekt vegna málsins. Afar ósennilegt er að hann muni geta greitt sektina.
Bankman-Fried, sem er 32 ára, stofnaði rafmyntamarkaðinn FTX árið 2019. FTX var einskonar kauphöll með rafmyntir og sú þriðja stærsta í heimi.
Sam Bankman Fried var dæmdur fyrir að nota félag í sinni eigu, Almeda Research, til að stela milljörðum dala af viðskiptavinum FTX.
Bankman-Fried var dæmdur fyrir brot sín í nóvember í fyrra en refsing var ekki ákvörðuð fyrr en í dag.
Hann ætlar að áfrýja dómnum.
Næst þyngsti dómurinn
Af öllum svikadómum í Bandaríkjunum er dómurinn yfir Bankman-Fried næst þyngstur. Hann er til að mynda 11 árum þyngri en endanlegur dómur sem Jeffrey Skilling fékk í vegna Enron málsins. Upphaflegur dómur yfir honum var 24 ár.