Dagsloka­gengi Marel í Kaup­höllinni hefur ekki verið lægra í fjögur ár en gengið stóð í 406 krónum við lokum markaðar í gær. Var dagsloka­gengið í sam­bæri­legri lægð þann lægra 28. janúar 2019 þegar það stóð í 400 krónum.

Gengið náði há­punkti í lok ágúst 2021 þegar það stóð í 968,8 krónum en hefur verið á niður­leið síðan þá.

Dagsloka­gengi Marel í Kaup­höllinni hefur ekki verið lægra í fjögur ár en gengið stóð í 406 krónum við lokum markaðar í gær. Var dagsloka­gengið í sam­bæri­legri lægð þann lægra 28. janúar 2019 þegar það stóð í 400 krónum.

Gengið náði há­punkti í lok ágúst 2021 þegar það stóð í 968,8 krónum en hefur verið á niður­leið síðan þá.

Gengið hefur lækkað um 35,69% síðast­liðið ár og 16,79% innan árs. Í þessu mánuði hefur gengið fallið um 9,38%.

Markaðs­virði Marel tók högg í byrjun maí þegar félagið birti ársfjórðungsuppgjör fyrsta ársfjórðungs.
Gengið fór undir 500 krónur og féll um 17,6% á einum degi. Markaðs­virði Marel féll um 80 milljarða króna sama dag.

Í uppgjörinu kom fram að Marel hagnaðist um 9,1 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi, eða sem nemur 1,35 milljörðum króna miðað við gengið í lok mars.

Til samanburðar hagnaðist félagið um 21,7 milljónir evra á sama fjórðungi í fyrra.

Mótteknar pantanir námu 362,6 milljónum evra samanborið við 421,7 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Stóð pantanabókin í 590,4 milljónum evra í lok fyrsta ársfjórðungs og dróst saman um 6% milli ára.