Meta, móðurfélag Facebook, tilkynnti um þrjá nýja stjórnarmeðlimi í morgun en meðal þeirra er Dana White, framkvæmdastjóri the Ultimate Fighting Championship eða UFC.
White hefur lengi verið náin Donald Trump sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna síðar í mánuðinum en samkvæmt CNN er talið líklegt að White sé að taka sæti í stjórninni vegna tengsla sinna við forsetann.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur verið að reyna bæta tengsl sín Trump en samfélagsmiðilinn hefur verið sakaður um vinstri slagsíðu af mörgum frambjóðendum Repúblikanaflokksins.
White tók mikinn þátt í kosningabaráttu Trump og hélt ótal ræður þar sem hann hrósaði forsetanum. Hann hélt einnig ræðu á landsfundi Repúblikanaflokksins og þá sátu hann og Trump saman á UFC-bardagakvöldi í Madison Square Garden skömmu eftir kosningarnar.
Zuckerberg hefur á síðustu árum verið að stunda bardagaíþróttir og sést hann iðulega á samfélagsmiðlum að æfa brasilískt jujitsu.
„Ég elska samfélagsmiðla og ég er mjög spenntur að vera lítill hluti af framtíðarþróun gervigreindar og tækni framtíðarinnar,“ sagði White á samfélagsmiðlum í morgun.
Ásamt White taka Charlie Songhurst, fjárfestir og ráðgjafi Meta í málefnum gervigreindar, og John Elkann, forstjóri Exor, sæti í stjórninni.