Meta, móðurfélag Face­book, til­kynnti um þrjá nýja stjórnar­meðlimi í morgun en meðal þeirra er Dana White, fram­kvæmda­stjóri the Ultimate Fig­hting Champions­hip eða UFC.

White hefur lengi verið náin Donald Trump sem tekur við em­bætti for­seta Bandaríkjanna síðar í mánuðinum en sam­kvæmt CNN er talið lík­legt að White sé að taka sæti í stjórninni vegna tengsla sinna við for­setann.

Mark Zucker­berg, stofnandi Face­book, hefur verið að reyna bæta tengsl sín Trump en sam­félags­miðilinn hefur verið sakaður um vinstri slagsíðu af mörgum fram­bjóðendum Repúblikana­flokksins.

White tók mikinn þátt í kosninga­baráttu Trump og hélt ótal ræður þar sem hann hrósaði for­setanum. Hann hélt einnig ræðu á lands­fundi Repúblikana­flokksins og þá sátu hann og Trump saman á UFC-bar­daga­kvöldi í Madi­son Square Gard­en skömmu eftir kosningarnar.

Dana White er þekktastur fyrir að stýra UFC.
Dana White er þekktastur fyrir að stýra UFC.
© epa (epa)

Zucker­berg hefur á síðustu árum verið að stunda bar­dagaíþróttir og sést hann iðu­lega á sam­félags­miðlum að æfa brasilískt jujitsu.

„Ég elska sam­félags­miðla og ég er mjög spenntur að vera lítill hluti af framtíðarþróun gervi­greindar og tækni framtíðarinnar,“ sagði White á sam­félags­miðlum í morgun.

Ásamt White taka Charli­e Son­g­hurst, fjár­festir og ráðgjafi Meta í mál­efnum gervi­greindar, og John Elkann, for­stjóri Exor, sæti í stjórninni.