Danska lyfja­fyrir­tækið Lund­beck hefur gengið frá kaupum á öllu hluta­fé banda­ríska lyfja­fyrir­tækisins American Long­board Pharmaceuti­cals

Sam­kvæmt við­skipta­miðlinumBørsen er kaup­verðið 17 milljarðar danskra króna eða um 340 milljarðar ís­lenskra króna.

Lund­beck er að borga um 60 dali á hvern hlut sem er um 77% yfir dagsloka­gengi fé­lagsins síðast­liðna þrjá­tíu daga.

Sam­kvæmt til­kynningu fé­lagsins til dönsku kaup­hallarinnar eignast Lund­beck einka­leyfi á flog­veiki­lyfjum banda­ríska fé­lagsins.

Charl van Zyl, for­stjóri Lund­beck, sagði í ágúst­mánuði að fé­lagið væri í við­ræðum á mörgum víg­stöðum um mögu­legar yfir­tökur en fé­lagið sjái fyrir sér frekari vöxt með yfir­tökum og sam­runum.

Einka­leyfi Lund­beck á fjöl­mörgum lyfjum rennur út undir lok ára­tugarins og hefur fé­lagið verið að bregðast við því.

Á­ætlað er að floga­veikis­lyf banda­ríska fé­lagsins verði komið á markað árið 2028, rúmu ári áður en einka­leyfi Lund­beck á Rexulti rennur út. Lund­beck á­ætlar að tekjur af floga­veikis­lyfjunum geti náð allt að 13 milljörðum danskra króna á árs­grund­velli.

„Þessi við­skipti mynda horn­steininn í lyfja­fram­leiðslu fé­lagsins fyrir sjald­gæfa tauga­sjúk­dóma og hefur mögu­leikann á að ýta undir vöxt fé­lagsins næsta ára­tuginn,“ segir Charl van Zyl í kaup­hallar­til­kynningu.

Kaupin eru fjár­mögnuð með hand­bæru fé og tiltækum lána­línum og tekur fé­lagið engin ný lán til fjár­magna kaupin.