Danska ríkis­stjórnin mun kynna á blaða­manna­fundi í há­deginu í dag fleiri en 40 skatta­breytingar til að ýta undir frum­kvöðla­starf­semi í Dan­mörku.

Sam­kvæmt Børsen verður skattur á sölu­hagnað hluta­bréfa lækkaður en skattar í Dan­mörku eru með þeim hæstu í heimi.

Eftir breytinguna munu Danir borga 27% skatt af sölu­hagnaði á fyrstu 80 þúsund dönsku krónunum, sem sam­svarar um 1,6 milljón ís­lenskum krónum. Danska ríkið tekur síðan 42% af öllum hagnaði eftir það.

Danska ríkis­stjórnin mun kynna á blaða­manna­fundi í há­deginu í dag fleiri en 40 skatta­breytingar til að ýta undir frum­kvöðla­starf­semi í Dan­mörku.

Sam­kvæmt Børsen verður skattur á sölu­hagnað hluta­bréfa lækkaður en skattar í Dan­mörku eru með þeim hæstu í heimi.

Eftir breytinguna munu Danir borga 27% skatt af sölu­hagnaði á fyrstu 80 þúsund dönsku krónunum, sem sam­svarar um 1,6 milljón ís­lenskum krónum. Danska ríkið tekur síðan 42% af öllum hagnaði eftir það.

Mun það vera um þriðjungs­hækkun þar sem þakið var í 61 þúsund dönskum krónum. Hjón borga 27% skatt af sölu­hagnaði á fyrstu 160 þúsund dönsku krónunum.

Heildar­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar er sögð kosta um 2,1 milljarð danskra króna á árunum 2024 til 2026, sem samsvarar um 43 milljörðum íslenskra króna.

Um 750 milljónir danskra króna fara beint í skatta­af­slætti fyrir frum­kvöðla­starf­semi.

Samkvæmt fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar eru Danir einnig að af­nema fjár­magns­tekju­skatt á arð­greiðslur af eignum ó­skráðra fé­laga.

Þá er yfir­færan­legt rekstrar­tap hækkað úr 9,5 milljónum danskra króna í 20 milljónir danskra króna, svo dæmi séu tekin.

„Danskir frum­kvöðlar eru að standa sig vel og við verðum að tryggja þeim enn betri tæki­færi til að stofna fleiri fyrir­tæki svo þeir geti hjálpað Dan­mörku að vaxa,“ segir Mor­ten Bødskov við­skipta­mála­ráð­herra í frétta­til­kynningu.