Eftir langar viðræður við hagsmunaðila atvinnulífs og umhverfisverndarsinna hefur danska ríkisstjórnin loksins ákveðið hversu hátt gjald ríkið skuli taka af hverri kú vegna mengandi hegðunar þeirra.

Samkvæmt Financial Times var niðurstaðan sú að greiða skuli 100 evrur í kolefnisskatt fyrir hverja kýr vegna þeirra gróðurhúsalofttegunda sem dýrið losar á ári. Danskir kúabændur munu að sjálfsögðu þurfa að standa í skattskilum fyrir kýrnar.

FT segir að danska ríkisstjórnin ákvað að miða við virkt skatthlutfall en eftir langa útreikninga var ákveðið að 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af kolefni sem kemur frá hverri belju væri hæfilegt.

Eftir langar viðræður við hagsmunaðila atvinnulífs og umhverfisverndarsinna hefur danska ríkisstjórnin loksins ákveðið hversu hátt gjald ríkið skuli taka af hverri kú vegna mengandi hegðunar þeirra.

Samkvæmt Financial Times var niðurstaðan sú að greiða skuli 100 evrur í kolefnisskatt fyrir hverja kýr vegna þeirra gróðurhúsalofttegunda sem dýrið losar á ári. Danskir kúabændur munu að sjálfsögðu þurfa að standa í skattskilum fyrir kýrnar.

FT segir að danska ríkisstjórnin ákvað að miða við virkt skatthlutfall en eftir langa útreikninga var ákveðið að 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af kolefni sem kemur frá hverri belju væri hæfilegt.

Belju-skatturinn útflutningsvara

Sam­kvæmt FT eru lönd víða að reyna draga úr kol­efnislosun í tengslum við mat­væla­fram­leiðslu til að mæta loft­lags­mark­miðum sam­hliða því að reyna halda í mat­væla­öryggi íbúa sinna.

Bændur í Evrópu hafa mótmælt íþyngjandi sjálfbærnisregluverki ESB harðlega síðustu vikur og mánuði en Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur vonast til þess að danski „Belju-skatturinn“ gæti verið leið til að ná sáttum bæði heima fyrir og erlendis.

Drepur fjárfestingar í tækni

Dönsku Bændasamtökin, Bæredygtigt Landbrug, hafa gagnrýnt kolefnisskattinn verulega en bændur fengu ekki sæti við borðið þegar skattálagning var ákveðin.

„Mér finnst þetta galið,“ segir Peter Kiær formaður Bændasamtakanna en FT greinir frá.

Hann segir að það eina sem skatturinn gerir er að gera dönskum bændum erfiðara fyrir að fjárfesta í nauðsynlegri tækni sem verður sífellt betri og umhverfisvænni á hverju ári.

Hann bendir jafnframt á að danskur landbúnaður sé með þeim umhverfisvænni í heiminum í dag.

„En ríkisstjórnin er ekkert að hlusta á bændur,“ segir Kiær.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur.