Heimsviðskiptaráðstefna Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í Sviss þykir með daufara móti í ár.
Þó að leiðtogar 52 ríkja eða ríkisstjórna verði á ráðstefnunni í ár er einungis einn þeirra frá G7 ríkjunum, sjö stærstu hagkerfum heims, á ráðstefnunni, Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. Þá er enginn milljarðamæringur frá Kína eða Rússlandi í ár enda samskipti ríkjanna og Vesturlanda við frostmark.
Á ráðstefnunni hefur mikið farið fyrir umræðum um hvernig alþjóðavæðing síðustu áratuga sé að hluta að ganga til baka.
Gestalistinn á ráðstefnunni alla jafnan samanstendur af helstu fyrirmönnum heimsins á sviði stjórnmála og viðskipta, sem oft hafa verið gagnrýndir fyrir að fara með loforðaflaum á ráðstefnunni sem lítið sé á bak við í raun.
Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 19. janúar.