Cooler Screens, bandarískt fyrirtæki sem framleiðir stafrænar glerhurðir fyrir kæla í verslunum, hefur höfðað mál gegn bandaríska lyfjaversluninni Walgreens og krefst þess að hurðir þeirra verði fjarlægðar úr öllum verslunum.

Fyrirtækin tvö hófu samstarf með það í huga að auka tekjur auglýsingatekjur með því að birta stafrænar auglýsingar á kælum verslunarinnar sem fóru í gagn þegar viðskiptavinir gengu fram hjá.

Walgreens byrjaði fyrst að prufukeyra stafrænu kælana árið 2018 en þeir eru með innbyggða skynjara og stafræna skjái sem spila bæði auglýsingar og sýna viðskiptavinum innihald kælanna ásamt verðum. Verslunarkeðjan ákvað hins vegar að slíta samningi sínum við Cooler Screens í febrúar á þessu ári.

Samkvæmt dómsskjölum hefur verslunin hins vegar sagt að kælarnir hafi ekki virkað og eigi það til að bila mjög oft. Walgreens segir að skjáirnir frjósi oft eða verða rafmagnslausir og í einu tilviki kviknaði í einum skjánum.

Kælarnir eru með innbyggða skynjara og stafræna skjái sem spila bæði auglýsingar og sýna viðskiptavinum innihald kælanna ásamt verðum.

Walgreens kennir Cooler Screens um og segir að fyrirtækið hafi brugðist skyldu sinni þegar kæmi að viðhaldi og hefði ekki svarað fyrirspurnum Walgreens þegar beðið var um aðstoð.

Cooler Screens segir aftur á móti að vandamálið liggi hjá Walgreens og að verslunin notist við gamla rafmagns- og kæliinnviði sem hafði ekki verið uppfærðir áður en skjáunum var komið fyrir.