Yfirskattanefnd hafnaði nýverið kröfum Davíðs Helgasonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra Unity, um endurgreiðslu fjármagnstekjuskatts í tengslum við hlutafjárlækkun í Foobar Iceland árið 2022. Davíð hélt því fram að við ákvörðun stofnverðs hlutabréfanna bæri að miða við gangverð þeirra við upphaf ótakmarkaðrar skattskyldu er hann flutti til Íslands í lok árs 2021.
Málið er í raun það fyrsta sinnar tegundar þar sem látið er reyna á hvernig íslenska ríkið ákvarðar stofnverð hlutafjár (eða annarra eigna) einstaklings sem flytur til landsins og skattlagningu mögulegra tekna af slíkum eignum eftir að til landsins er komið.Niðurstaðan getur því sem slík haft áhrif á ákvarðanir einstaklinga um hvort eða hvenær þeir flytja heim til Íslands eða ekki.
Í lögum um tekjuskatt segir að þegar hlutafé er lækkað eru tekjurnar munur á stofnverðinu annars vegar og útgreiðslunni hins vegar en í máli Davíðs var deilt um hvað stofnverðið væri við flutning hans hingað heim. Í lögunum eru þó engin sérstök ákvæði um það hvernig líta eigi á eignir þeirra einstaklinga sem flytja til landsins eða ákvarða stofnverð þeirra.
Davíð greiddi öll gjöld að fullu í staðgreiðslu en líkt og heimilt er í lögum um tekjuskatt er hægt að óska eftir því að ríkisskattstjóri endurskoði staðgreiðsluna samkvæmt framtali árið eftir.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði