Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída nýtur meiri stuðnings en Donald Trump sem forsetaefni Repúblíkanaflokksins samkvæmt könnun Wall Street Journal dagana 3.-7. desember.

Blaðið kannaði einnig hversu jákvæður skráðir kjósendur eru gagnvart Joe Biden, Mike Pence auk repúblíkananna tveggja.

DeSantis nýtur stuðnings 52% þátttakenda í könuninni en Trump 38%. Um 9% aðspurðra eru óákveðnir.

Hafa verður í huga að langt er til kosninga eða tæp tvö ár en næstu forsetakosningar munu fara fram 5. nóvember 2024.

Biden og De Santis jafnir

Joe Biden Bandaríkjaforseti og DeSantis ríkisstjóri eru jafnir þegar spurt er um jákvæðni í garð fjögurra hugsanlegra forsetaframbjóðenda meðal allra kjósenda, eða 43%.

Hins vegar eru 36% jákvæðir í garð Trump og 30% í garð Pence.

Donald Trump er eini repúblíkaninn sem hefur tilkynnt um að hann hyggist bjóða sig fram í forvali flokksins fyrir næstu forsetakosningar.

Áskrifendur Wall Street Journal geta lesið fréttina hér.