Eigendur tveggja stærstu fréttablaða Færeyja, Dimmalætting og Sosialurin, munu sameinast 1. janúar. Bæði blöðin munu koma áfram út.
Þetta kemur fram á vef Dimmalætting undir fyrirsögninni „Dimmalætting og Sosialurin leggja saman“.
Sosialurin mun koma út vikulega en útgáfudögum Dimmalætting mun fækka. Bæði blöðin halda úti fréttasíðum á vefnum.
Hörð samkeppni eru um auglýsingatekjur í Færeyjum. Færeyska ríkisútvarpið Kringvarpid tekur stóran bita af auglýsingamarkaðnum auk þess að fá útvarpsgjald. Það er innheimt er af öllum þeim sem eru 24 ára og eldri og eru með skattalegt heimilisfesti í Færeyjum.
Í Færeyjum voru veittir ríkisstyrkir til fjölmiðla vegna Covid-19. Engir styrkir eru nú veittir til fjölmiðla, utan ríkisfjölmiðilsins.