Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase, hyggst selja um eina milljón hluti í bankanum á næsta ári. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann minnkar við hlut sinn í fjárfestingarbankanum frá því að hann hóf þar störf fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. Financial Times greinir frá.

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase, hyggst selja um eina milljón hluti í bankanum á næsta ári. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann minnkar við hlut sinn í fjárfestingarbankanum frá því að hann hóf þar störf fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. Financial Times greinir frá.

Miðað við núverandi markaðsgengi JPMorgan myndi Dimon fá meira en 140 milljónir dala eða í kringum 20 milljarða króna fyrir söluna.

Dimon og fjölskylda hans eiga í dag 8,6 milljónir hluti í bankanum og munu því eiga um 7,6 milljónir hluti eftir söluna. Séu áskriftarréttindi tekin með í reikninginn er áætlað að eignarhlutur Dimon í bankanum sé um 1,4 milljarðar dala eða hátt í 200 milljarðar íslenskra króna.

Í kauphallartilkynningu segir JPMorgan að Dimon hyggist selja í bankanum út af fjárhagslegri áhættudreifingu og skattalegum ástæðum. Bankinn segir forstjórann áfram telja horfur bankans mjög sterkar „og eignarhlutur hans í fyrirtækinu verður áfram mjög umgangsmikill“.

Í umfjöllun FT segir að salan veki spurningar um hversu lengi Dimon muni gegna bankastjórastarfinu áfram. JPMorgan hafi átt það til í gegnum tíðina að vekja athygli á því að Dimon hefði aldrei selt einn einasta hlut í bankanum.

Upplýsingafulltrúi bankans segir hins vegar að salan tengist ekkert undirbúning á forstjóraskiptum hjá bankanum.