Jamie Dimon for­stjóri JP­Morgan Chase, stærstu banka­sam­stæðu veraldarinnar, líkti þeim níu þúsund milljörðum dala sem ríki heimsins létu til fyrir­tækja og heimila fá í Co­vid-far­aldrinum við heróín á ráð­stefnu í Bret­landi í gær.

Hann varaði einnig við því að heims­byggðin væri á hættu­legum stað um þessar mundir en skulda­söfnun og peninga­prentun væri „hættu­legur kok­teill“ að mati Dimon.

Jamie Dimon for­stjóri JP­Morgan Chase, stærstu banka­sam­stæðu veraldarinnar, líkti þeim níu þúsund milljörðum dala sem ríki heimsins létu til fyrir­tækja og heimila fá í Co­vid-far­aldrinum við heróín á ráð­stefnu í Bret­landi í gær.

Hann varaði einnig við því að heims­byggðin væri á hættu­legum stað um þessar mundir en skulda­söfnun og peninga­prentun væri „hættu­legur kok­teill“ að mati Dimon.

Banda­ríska ríkið prentaði fjögur þúsund milljarða dali í far­aldrinum og fór um eitt þúsund milljarðar í stuðnings­greiðslur til heimilanna. „Þessir peningar eru eins og heróín,“ sagði Dimon en The Telegraph greinir frá.

„Þegar þú lætur fimm þúsund milljarða dali í hendur neyt­enda, má hugsa það eins og vera með fíkni­efni í blóðinu. Auð­vitað líður þér frekar vel. Auð­vitað er hluta­bréfa­markaðurinn á upp­leið og hagnaður fyrir­tækja að aukast,“ sagði Dimon.

Þrálát verðbólga á meðan prentun heldur áfram

Mun þetta vera í annað sinn á skömmum tíma sem banka­stjórinn segir við­vörunar­bjöllur hringja en hann sagði ný­verið að núna væri „einn hættu­legasti tími sem heimurinn hefur séð í ára­tugi.“

Dimon á von á því að hagnaður fyrir­tækja muni dragast saman til muna á næstunni á meðan efna­hagir heimsins reyna að ná tökum á lífi án ríkis­styrkja og ó­dýrs fjár­magns.

Þá býst hann einnig við því að verð­bólga verði þrá­látari en margir halda, aðal­lega vegna þess að ríkis­stjórnir munu halda á­fram að eyða of miklum pening.