Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morgan Chase banka­sam­stæðunnar, segir alveg lík­legt að stýri­vextir í Banda­ríkjunum verði um 8% á næstu árum þar sem ó­gur­leg ríkis­út­gjöld og ó­reiða í stjórn­málum séu að flækja bar­áttuna við verð­bólguna.

„Gríðar­leg ríkis­út­gjöld, billjónirnar (e. trillion) sem þarf á hverju ári fyrir græna efna­haginn, her­væðing heimsins að nýju og endur­skipu­lagning í al­þjóða­við­skiptum er allt verð­bólgu­valdandi,“ segir Dimon í 61 blað­síðna bréfi til hlut­hafa bankans.

Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morgan Chase banka­sam­stæðunnar, segir alveg lík­legt að stýri­vextir í Banda­ríkjunum verði um 8% á næstu árum þar sem ó­gur­leg ríkis­út­gjöld og ó­reiða í stjórn­málum séu að flækja bar­áttuna við verð­bólguna.

„Gríðar­leg ríkis­út­gjöld, billjónirnar (e. trillion) sem þarf á hverju ári fyrir græna efna­haginn, her­væðing heimsins að nýju og endur­skipu­lagning í al­þjóða­við­skiptum er allt verð­bólgu­valdandi,“ segir Dimon í 61 blað­síðna bréfi til hlut­hafa bankans.

Dimon sagði seiglu banda­rísks efna­hags hafa komið sér á ó­vart en hann var einn af þeim sem hafði miklar á­hyggjur af stöðunni í fyrra.

Efa­semdir Dimon eru þó hvergi nærri horfnar því hann segir í bréfi sínu að bjart­sýni markaðs­aðila á fjár­mála­mörkuðum vera á villi­götum.

Að mati Dimon eru fjár­festar allt­of von­góðir á að seðla­bankinn nái svo­kallaðri mjúkri lendingu, þar sem verð­bólga hjaðnar án efna­hags­sam­dráttar.

Hann segir mun ó­lík­legra að Seðla­bankinn nái 2% verð­bólgu­mark­miði sínu en hreyfingar á skulda­bréfa­mörkuðum benda til.

„Markaðurinn virðist telja svona 70% til 80% líkur á mjúkri lendingu. Ég tel líkurnar mun lægri,“ segir Dimon.

Það er ekkert nýtt að Dimon segi efna­hags­horfur nei­kvæðar en hann hefur alltaf verið þekktur fyrir var­færni sína í starfi. Árið 2022 varaði hann við því að „hvirfil­bylur“ væri að fara skella á banda­rískt efna­hags­líf er vextir byrjuðu að hækka en hann hefur síðan þá dregið ör­lítið úr dóms­dags­spá sinni sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Hann vill þó enn meina á­hættan sé til staðar og segir ó­stöðug­leika á mörkuðum enn til staðar. Hann segir bankann vera undir­búa sig undir ýmsar sviðs­myndir þar sem vextir gætu verið lækkaðir niður í 2% eða jafn­vel hækkaðir í 8% eða hærra.

Dimon í­trekaði við hlut­hafa að JP­Morgan Chase, sem skilaði 50 milljarða dala hagnaði í fyrra, mun halda á­fram að dafna sama hvernig viðrar, sér í lagi víð­feðmi við­skipta þeirra og sterkri á­hættu­stýringu.