Walt Disney ætlar að segja upp fleiri þúsundum starfsmanna í Bandaríkjunum í þessari viku. Þar á meðal eru starfsmenn hjá sjónvarpstöðinni ESPN.

Um er að ræða aðra lotu hópuppsagna félagsins, en í heildina munu um sjö þúsund starfsmenn missa vinnuna hjá Disney. Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum í Disneyland görðunum.

Robert Iger, forstjóri Disney, sagði í febrúar síðastliðnum að fyrirtækið gerði ráð fyrir að uppsagnirnar myndu lækka kostnað í rekstri um sem nemur 5,5 milljörðum dala. Iger tók við sem forstjóri á nýjan leik í lok síðasta árs.