Bob Iger, forstjóri Disney, hefur tilkynnt nýjar fjárfestingar sem hann vonast til að muni skila verulegum vexti fyrir fyrirtækið. Ein fjárfestingin felur meðal annars í sér að streyma Eras Tour kvikmynd Taylor Swift á Disney+.

Fyrirtækið ætlar einnig að fjárfesta 1,5 milljarða dala í tölvuleikjafyrirtækinu Epic Games, sem framleiðir meðal annars tölvuleikinn Fortnite.

Forstjórinn segist vilja auka hagnað Disney með því að auka úrval í streymisþjónustu fyrirtækisins en margar myndir sem sýndar voru í fyrra á streymisveitunni náðu ekki tilvonuðum árangri. Disney+ missti til að mynda 1,3 milljónir áskrifenda á síðustu þremur mánuðum ársins 2023.

Bob Iger, forstjóri Disney, hefur tilkynnt nýjar fjárfestingar sem hann vonast til að muni skila verulegum vexti fyrir fyrirtækið. Ein fjárfestingin felur meðal annars í sér að streyma Eras Tour kvikmynd Taylor Swift á Disney+.

Fyrirtækið ætlar einnig að fjárfesta 1,5 milljarða dala í tölvuleikjafyrirtækinu Epic Games, sem framleiðir meðal annars tölvuleikinn Fortnite.

Forstjórinn segist vilja auka hagnað Disney með því að auka úrval í streymisþjónustu fyrirtækisins en margar myndir sem sýndar voru í fyrra á streymisveitunni náðu ekki tilvonuðum árangri. Disney+ missti til að mynda 1,3 milljónir áskrifenda á síðustu þremur mánuðum ársins 2023.

Disney býst hins vegar við auknum hagnaði fyrir september á þessu ári og mun samningurinn við Epic Games meðal annars bæta persónum úr Disney, Pixar, Marvel, Star Wars og Avatar inn í tölvuleikina.

Tilkynning Iger kemur degi eftir að fyrirtækið greindi frá svipuðu verkefni við Fox og Warner Bros. Discovery um að setja í gang nýja streymisþjónustu fyrir íþróttaleiki. Saman eiga þessi fyrirtæki réttindin á að sýna FIFA World Cup, Formúlu 1, NFL, NBA og hafnarboltaleiki MBL.