Disney hefur gefið það út að félagið hyggist ráða eftirmann Bob Iger sem forstjóra á fyrri hluta árs 2026. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið tilkynnir formlega um tímaramma yfir hvenær Iger muni rétta keflið áfram, að því er segir í frétt WSJ.
Disney tilkynnti jafnframt um að James Gorman, fyrrum forstjóri Morgan Stanley, muni taka við stjórnarformennsku hjá afþreyingarrisanum í byrjun næsta árs. Gorman hefur leitt nefnd innan Disney sem leitar að næsta forstjóra félagsins. Hann tekur við stjórnarformennskunni af Mark Parker sem hyggst láta af störfum.
Disney réði hinn 73 ára gamla Bob Iger aftur sem forstjóra í lok árs 2022 en hann hafði áður gegnt forstjórastöðunni í fimmtán ár. Um mitt síðasta ár var starfssamningur hans framlengdur út árið 2026.
Í umfjöllun WSJ segir að það sé mikið undir fyrir stjórn Disney að takast vel til að finna eftirmann Iger. Félagið hefur verið gagnrýnt hvernig staðið var að þessum málum á fyrri forstjóratíð Iger en þá hafði hann stillt upp a.m.k. þremur stjórnendum til að taka við af sér, en þess í stað var aftur og aftur ákveðið að framlengja fremur samning hans.
Bob Chapek, sem tók að lokum við af Iger á fyrri hluta árs 2020, endist aðeins tvö ár í forstjórastarfinu.