Breska verk­fræði­stofan Arup tapaði 25 milljónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 3,4 milljörðum ís­lenskra króna, eftir að tölvu­þrjótar djúp­fölsuðu fjár­mála­stjórann á mynd­bands­fundi.

Svo­kölluð djúp­fölsun (e. deep­fa­ke) er þegar and­liti einnar mann­eskju er skeytt á hreyfi­mynd af annarri en tæknin er orðin sí­fellt betri og getur verið mjög erfitt að sjá muninn.

Sam­kvæmt Financial Times hringdi „fjár­mála­stjórinn“ sig inn á mynd­bands­fund og óskaði eftir því að starfsmaður myndi ganga frá fimm­tán milli­færslum á fimm mis­munandi banka­reikninga hjá bönkum í Hong Kong.

Breska verk­fræði­stofan Arup tapaði 25 milljónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 3,4 milljörðum ís­lenskra króna, eftir að tölvu­þrjótar djúp­fölsuðu fjár­mála­stjórann á mynd­bands­fundi.

Svo­kölluð djúp­fölsun (e. deep­fa­ke) er þegar and­liti einnar mann­eskju er skeytt á hreyfi­mynd af annarri en tæknin er orðin sí­fellt betri og getur verið mjög erfitt að sjá muninn.

Sam­kvæmt Financial Times hringdi „fjár­mála­stjórinn“ sig inn á mynd­bands­fund og óskaði eftir því að starfsmaður myndi ganga frá fimm­tán milli­færslum á fimm mis­munandi banka­reikninga hjá bönkum í Hong Kong.

Um 18.000 starfs­menn starfa hjá Arup á heims­vísu og nema tekjur fyrir­tækisins á árs­grund­velli um 2 milljörðum punda.

At­vikið gerðist á skrif­stofu fé­lagsins í Hong Kong en sam­kvæmt lög­reglunni í Hong Kong hefur engum tekist að svíkja út jafn mikið fé með djúp­fölsun áður.

Arup stað­festir við FT að fé­lagið hafi lent í svika­hrappi sem nýtti sér „falsaða rödd og myndir“ án þess þó að vilja gefa frekari upp­lýsingar um at­vikið.

Arup segir að tölvu­þrjótarnir hafi ekki komist inn í innra kerfi fyrir­tækisins. Fjár­hags­staða fé­lagsins sé enn sterk og starf­semi ó­breytt.