Dómari í Delaware í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að Twitter skyldi láta Elon Musk hafa betri gögn um gervireikninga á samfélagsmiðlinum.

Hins vegar sagði dómarinn að krafa Musk um að fá afhent um trilljónir gagna byggð á notkun um 200 milljóna notanda Twitter væri fáránleg og „enginn með réttu ráði hafi nokkurn tímann lagt slíkt þrekvirki á sig.“

Úrskurðurinn er liður í réttarhöldum um hvort Elon Musk sé skylt að standa við tilboð sitt um 44 milljarða dala yfirtöku á Twitter. Krafa Musk er að samningurinn sé ekki efndur en stjórn Twitter krefst efnda.