Alríkisdómari í Bandaríkjunum stöðvaði í gær 3,8 milljarða dala yfirtöku JetBlue Airways á lággjaldaflugfélaginu Spirit Airlines.
Að mati dómarans myndi samruni félaganna hamla samkeppni og leiða til hærra flugfargjalda.
Niðurstaðan stöðvar þar með stærsta samruna á flugmarkaði í meira en áratug. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem kærði samrunann í fyrra, er sagt fagna niðurstöðunni.
Samkvæmt The Wall Street Journal var alltaf víst að flugfélögin tvö yrðu sérstakur maki en JetBlue, sem býður upp á afþreyingarkerfi og ókeypis nettengingu, ætlaði sér að breyta sögulega þröngsetnu vélum Spirit í sambærilegar vélar.
Dómarinn, William Young, sagði að neytendur myndu því tapa meira á samrunanum en gula litnum á vélum Spirit.
Gengi Spirit féll um 48% eftir að niðurstaðan var ljós á sama tíma og gengi JetBlue hækkaði um tæp 5%.
Dómurinn hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi vegna skrifa Young, en hann segir meðal annars í dómnum: „Spirit er lítið flugfélag en það eru þeir sem elska. Til tryggða viðskiptavina Spirit. Þetta er fyrir ykkur.“