Al­ríkis­dómari í Banda­ríkjunum stöðvaði í gær 3,8 milljarða dala yfir­töku Jet­Blu­e Airwa­ys á lág­gjalda­flug­fé­laginu Spi­rit Air­lines.

Að mati dómarans myndi sam­runi fé­laganna hamla sam­keppni og leiða til hærra flug­far­gjalda.

Niður­staðan stöðvar þar með stærsta sam­runa á flug­markaði í meira en ára­tug. Dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna, sem kærði sam­runann í fyrra, er sagt fagna niður­stöðunni.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal var alltaf víst að flug­fé­lögin tvö yrðu sér­stakur maki en Jet­Blu­e, sem býður upp á af­þreyingar­kerfi og ó­keypis net­tengingu, ætlaði sér að breyta sögu­lega þröng­setnu vélum Spi­rit í sam­bæri­legar vélar.

Dómarinn, Willi­am Young, sagði að neyt­endur myndu því tapa meira á sam­runanum en gula litnum á vélum Spi­rit.

Gengi Spi­rit féll um 48% eftir að niður­staðan var ljós á sama tíma og gengi Jet­Blu­e hækkaði um tæp 5%.

Dómurinn hefur vakið mikla at­hygli vestan­hafs, sér í lagi vegna skrifa Young, en hann segir meðal annars í dómnum: „Spi­rit er lítið flug­fé­lag en það eru þeir sem elska. Til tryggða við­skipta­vina Spi­rit. Þetta er fyrir ykkur.“