Domino‘s í Bandaríkjunum hefur tekið stóra ákvörðun um að gefa Uber aðgang heimsendingarþjónustu veitingastaðarins en fyrirtækið hét því áður fyrr að það myndi aldrei leyfa neinum öðrum að keyra pítsurnar þeirra.

Tilkynning þess efnis barst í dag að stærsta pítsufyrirtæki heims og Uber hafi undirritað samstarfssamning en Domino's vill endurheimta þann gróða sem hefur farið meira til sjálfstætt starfandi heimsendingarfyrirtækja.

Russell Weiner, framkvæmdastjóri Domino‘s, segir í viðtalið að keðjan myndi halda áfram að keyra pítsur sínar heim til viðskiptavina en með því að bæta Uber inn í myndina gæti fyrirtækið grætt milljarð dala til viðbótar.

Eftir að heimsfaraldur skall á fóru fyrirtæki á borð við Uber og DoorDash að stórgræða á heimsendingarþjónustu sinni. Slík fyrirtæki senda rúmlega 14% af öllum pítsum heim til viðskiptavina.

Hefðbundnir pítsustaðir í Bandaríkjunum hafa boðið upp á heimsendingarþjónustu í marga áratugi upplifðu hins vegar ekki sama gróða og nýju samkeppnisaðilar sínar.

Papa John‘s og Pizza Hut gerðu sína eigin samninga með sjálfstæðum heimsendingarfyrirtækjum árið 2019 og segja fyrirtækin að það samstarf hafi hjálpað gríðarlega í kringum Covid.